Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 23. maí 2023 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Saka framlengir við Arsenal (Staðfest)
Undanfarnar vikur hefur mikið verið skrifað um að Bukayo Saka myndi skrifa undir nýjan langtímasamning við Arsenal.

Það var svo gefið út í dag að enski kantmaðurinn væri búinn að framlengja. Gamli samningurinn hefði runnið út næsta sumar.

Saka er 21 árs og hefur skorað fjórtán mörk og lagt upp ellefu á þessu tímabili, frábært tímabil hjá kappanum. Í tilkynningu Arsenal kemur fram að um langtímasamning sé að ræða og Sky Sports greinir frá því að hann gildi fram á sumarið 2027.

Saka er uppalinn hjá Arsenal, kom til félagsins sjö ára gamall eftir að hafa byrjað hjá Watford. Hann lék sinn fyrsta leik í nóvember 2018 og sinn fyrsta A-landsleik árið 2020.

Saka hefur ekki misst af úrvalsdeildarleik á undanförnum tveimur tímabilum; lék alla leikina á síðasta tímabili og hefur komið við sögu í öllum 37 leikjunum til þessa á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner