Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. maí 2023 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Thomas Partey orðaður í burtu frá Arsenal
Mynd: EPA
Thomas Partey gæti verið á förum frá Arsenal í sumar en hann er í dag orðaður við félög á Ítalíu. Partey, sem er 29 ára djúður miðjumaður, hefur átt gott tímabil. Hann byrjaði sérstaklega vel en hefur dalað á síðustu mánuðum.

Mikel Arteta ætlar sér að auka breiddina á miðjunni og er sagður velta þeim möguleika fyrir sér að leyfa Partey að fara ef gott tilboð kemur í hann.

Mirror orðar Partey við Ítalíu og segir tvö félög í Serie A horfa á Partey sem vænan kost á miðjuna hjá sér, ekki er þó tekið fram hver félögin eru. Síðasta sumar var Partey orðaður við endurkomu til Spánar eftir meint ósætti við Arteta. Það varð þó úr að Partey varð áfram og hefur verið í stóru hlutverki á timabilinu sem er það besta hjá Arsenal í mörg ár.

Arsenal hefur verið orðað við Declan Rice og Moises Caicedo á undanförnu. Þeir myndu sannarlega veita Partey samkeppni um sæti í liðinu og myndi koma þeirra mögulega ýta undir að Partey yrði hleypt í burtu. Arsenal hefur einnig verið orðað við Mason Mount og Ilkay Gundogan.

Þá eru taldar góðar líkur á því að Granit Xhaka sé á förum frá Arsenal og muni ganga í raðir Bayer Leverkusen í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner