Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 23. maí 2023 15:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að Emelía spili á Sauðárkróki
Kvenaboltinn
Emelía fékk aðhlynningu áður en hún fór af velli gegn Val.
Emelía fékk aðhlynningu áður en hún fór af velli gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emelía Óskarsdóttir hefur misst af síðustu tveimur leikjum Selfoss vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leik gegn Val fyrir tveimur vikum síðan.

Sóknarleikur Selfoss var ekki upp á marga fiska gegn Keflavík í gær og var Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, spurður út í Emelíu.

„Hún er ennþá að jafna sig eftir smá meiðsli sem hún fékk. Bæði hún og Jimena (López), þær verða klárar um helgina," sagði Björn.

Næsti leikur Selfoss er gegn Tindastóli á Sauðárkróksvelli á laugardag.

Liðin mætast þar í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Næsti deildarleikur er svo gegn Breiðabliki miðvikudaginn 31. maí.

Emelía er á láni hjá Selfossi frá sænska félaginu Kristianstad. Hún er sautján ára og er hluti af U19 landsliði Íslands.

„Mér finnst nauðsynlegt að spila í 90 mínútur í hverjum leik núna. Þetta er gott umhverfi, gott þjálfarateymi og stelpurnar eru æði. Mér finnst allt frábært við þetta. Ég þarf að fá 90 mínútur til að öðlast reynslu," sagði Emelía um þá ákvörðun að fara til Íslands á láni.

Sjá einnig:
'No-brainer' ákvörðun hjá Emelíu - „Alltaf skemmtilegar bílferðir"
Björn Sigurbjörnsson: Ég held að við höfum ekki hitt á rammann í leiknum
Athugasemdir
banner