ÍBV unnu 1-0 sigur á Fram í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var ekki beint fyrir augað en Hermann var að sjálfsögðu gríðarlega ánægður með að fá þrjú stig.
,,Jájá, það er enginn spurning. Við vorum sterkari aðilinn og fáum dauðafæri eftir innan við mínútu, sem að við eigum að nýta miklu betur en við gerðum, við náðum ekki einu sinni skoti á markið og það voru nokkur svoleiðis atriði".
Hermann var mjög sáttur með agaðan varnarleik sinna manna.
,,Mjög agaðan varnarleik, þeir eru með stórhættulegt sóknarlið, eldfljóta stráka og Hólmbert í senternum sem er mjög sterkur í loftinu".
ÍBV á leik við Stjörnuna í næsta leik.
,,Það er enginn spurning og líka karakterinn í liðinu, við hættum ekkert, það gengu reyndar ekki margar sendingar upp í dag á síðasta þriðjung".
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir