Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 23. júní 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
EM í dag - Riðlakeppnin klárast - Risaleikur í Búdapest
Antoine Griezmann og félagar mæta Portúgölum
Antoine Griezmann og félagar mæta Portúgölum
Mynd: EPA
Riðlakeppni Evrópumótsins klárast í kvöld með fjórum leikjum en úrslitin ráðast í síðustu tveimur riðlunum.

Í E-riðli spilar Svíþjóð við Pólland. Svíarnir hafa verið góðir á mótinu og ekki enn fengið á sig mark. Liðið gerði markalaust jafntefli við Spánverja í fyrsta leiknum og unnu svo Slóvakíu, 1-0, í öðrum leik.

Pólland tapaði fyrsta leiknum fyrir Slóvakíu, 2-1, og gerði þá 1-1 jafntefli við Spán í öðrum leik. Pólverjar eiga á hættu að detta úr leik en það getur allt gerst í kvöld þar sem Spánverjar þurfa einnig nauðsynlega á sigri að halda eftir slaka byrjun á mótinu.

Í F-riðli er veisla. Portúgal og Frakkland mætast klukkan 19:00. Þessi tvö lið spiluðu til úrslita á EM 2016 þar sem Eder tryggði Portúgal sigur í framlengingu. Franska liðið hefur bætt sig töluvert síðan þá og unnið HM og þá þykir liðið afar sigurstranglegt í ár.

Frakkar eru komnir áfram í 16-liða úrslit en Portúgal og Þýskaland þurfa að minnsta kosti stig í kvöld.

Leikir dagsins:

E-riðill
16:00 Svíþjóð - Pólland
16:00 Slóvakía - Spánn

F-riðill
19:00 Portúgal - Frakkland
19:00 Þýskaland - Ungverjaland
Athugasemdir
banner