Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. júní 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Favre samþykkir að taka við Crystal Palace
Að taka við Crystal Palace.
Að taka við Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Lucien Favre hefur samþykkt að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace af Roy Hodgson.

Favre er 63 ára gamall Svisslendingur sem var síðast stjóri Borussia Dortmund í Þýskalandi. Þar áður stýrði hann Nice, Borussia Mönchengladbach og Hertha Berlín við góðan orðstír.

The Athletic segir frá því að Favre sé búinn að samþykkja að gera þriggja ára samning við Palace.

Palace er búið að hefja það ferli að fá atvinnuleyfi fyrir Favre en það er flóknara núna þegar Bretland er farið úr Evrópumsambandinu.

Nuno Espirito Santo, fyrrum þjálfari Wolves, var kominn langt í viðræðum við Palace en það gekk á endanum ekki upp.

Palace hafnaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner