Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. júní 2021 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Theódór Elmar á leið heim í KR
Theódór Elmar í leik með KR á undirbúningstímabilinu 2018.
Theódór Elmar í leik með KR á undirbúningstímabilinu 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason er á heimleið. Hann er að ganga í raðir uppeldisfélags síns, KR, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Elmar er 34 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem hefur komið víða við á ferli sínum. Hann spilaði síðast með Lamia á Grikklandi.

Hann fór frá KR 2004 og samdi þá við skoska stórliðið Celtic. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Tyrklandi og nú síðast Grikklandi.

Theódór Elmar á að baki 41 A-landsleik fyrir Ísland og var í hópnum sem fór á Evrópumótið 2016 þar sem hann lagði upp eftirminnilegt mark gegn Austurríki.

Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir KR sem endurheimti einnig Kjartan Henry Finnbogason heim úr atvinnumennsku fyrir nokkrum vikum síðan. Elmar og Kjartan Henry fóru saman til Celtic á sínum tíma.

KR er í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner