Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 15:25
Sölvi Haraldsson
„99% af þjóðinni stendur með okkur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Harry Kane sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að enska landsliðið þarf að enda á toppi C-riðilsins. Með sigri á Slóvenum næsta þriðjudag gera þeir það.


Það er ekki bara til að sleppa við ákveðin lið í úrslitakeppninni heldur viljum við koma heitir inn í hana. Það er alltaf mikilvægt að taka sigur inn í næsta leik, þá er augnablikið alltaf með manni.“

Fyrirliði enska landsliðsins segir að liðið eigi að vinna riðilinn sinn.

Við eigum að vinna riðilinn en ef við gerum það ekki er það ekkert stress. Við vitum hvar við stöndum og að við þurfum að gera betur.

Kane segir að fólk eigi rétt á skoðunum sínum sama hvað gerist á Evrópumótinu.

Við vitum að 99% af þjóðinni stendur með okkur en allir eiga rétt á sínum skoðunum.

Næsti leikur enska landsliðsins er næsta þriðjudag gegn Slóvenum en með sigri vinna þeir C-riðilinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner