Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   sun 23. júní 2024 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Velur Real fram yfir United - Rabiot til Liverpool?
Powerade
Leny Yoro er mikið efni.
Leny Yoro er mikið efni.
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot í baráttunni á EM.
Adrien Rabiot í baráttunni á EM.
Mynd: EPA
Hvað gerir kanadíski framherjinn í sumar?
Hvað gerir kanadíski framherjinn í sumar?
Mynd: EPA
Yankuba Minteh lék á láni hjá Feyenoord seinni hluta síðasta tímabils.
Yankuba Minteh lék á láni hjá Feyenoord seinni hluta síðasta tímabils.
Mynd: EPA
Zirkzee virðist á leið til United, spurning með Super Max?
Zirkzee virðist á leið til United, spurning með Super Max?
Mynd: EPA
Hvað gerir Varane?
Hvað gerir Varane?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Newcastle ætlar sér að krækja í Dominic Calvert-Lewin í sumar, Wolves hafnar tilboði í Max Kilman og Chelsea ætlar að reyna fá Jonathan David frá Lille. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins, allt það helsta er tekið saman af BBC og samantektin er í boði Powerade.Newcastle nálgast kaup á Dominic Calvert-Lewin (27) framherja Everton. Enski framherjinn á einungis ár eftir af samningi sínum. (Guardian)

Newcastle bauð í Max Kilman (27) fyrirliða Wolves en Úlfarnir höfnuðu tilboðinu. (Telegraph)

Newcastle vill líka fá annan leikmann frá Wolves því Pedro Neto (24) er sömuleiðis skotmark félagsins. (HITC)

Chelsea hefur rætt við umboðsaðila Jonathan David (24) sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Lille. Chelsea er í leit að styrkingu fremst á vellinum. (Athletic)

Man City og Man Utd reyndu bæði að krækja í Michael Olise (22) sem er að ganga í raðir Bayern Munchen frá Crystal Palace. City og United buðu upp á möguleikann að Olise færi í eitt tímabil til baka á láni til Palace. (Mirror)

Marcus Rashford (26) vill laga sambandið sitt við Erik ten Hag eftir að það varð staðfest að Hollendingurinn verður áfram stjóri United. (Sun)

Everton býst við öðru tilboði frá Manchester United í Jarrad Branthwaite (21). Everton hafnaði fyrri tilboðum. (Mail)

Everton ræðir við Newcastle um möguleikann á því aðfá Yankuba Minteh (19) vængmann Newcastle. (HITC)

Newcastle hefur ýtt til hliðar fyrsta áhuga Liverpool á Minteh sem var á láni hjá Feyenoord á síðasta tímabili. Arne Slot var þá þjálfari Feyenoord en hann tók við Liverpool í vor. (Football Insider)

Aston Villa hefur spurst fyrir um möguleikann á því að fá Brais Mendez (27) miðjumann Real Sociedad. (Express)

Tottenham hefur engan áhuga á því að leyfa Real Madrid eða nokkru öðru félagi að krækja í Cristian Romero (26) í sumar. (Football Insider)

Brighton hefur áhuga á því að fá Baris Alper Ylimaz (24) vængmann Galatasaray. (Telegraph)

Juventus gæti boðið Federico Chiesa (26) í skiptum fyrir Mason Greenwood (22). (Gazzettan)

Xavi Simons (21) hefur látið PSG Vita að hann vilji fara frá franska félaginu í sumar. Bayern Munchen og RB Leipzig eru að reyna krækja í Hollendinginn sem fer líklega á láni. Hann var á láni hjá Leipzig á síðasta tímabili. (Romano)

Joshua Kimmich (29) mun líklega ekki framlengja samning sinn við Bayern Munchen. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og er þýska félagið tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn. (Sky Sport í Þýskalandi)

Leicester er að reyna krækja í Joe Rodon (26) frá Tottenham en hann var á láni hjá Leicester í vetur. Það virðist ólíklegt að kaupin gangi í gegn. Ipswich og Southampton hafa sömuleiðis áhuga á Walesverjanum. (Football Insider)

Inter Miami vill fá Raphael Varane (31) í sínar raðir en hann yfirgaf Manchester United í sumar. (Mirror)

Man Utd vill fá inn aðra 'níu' í sumar. Félagið virðist vera í bílstjórasætinu þegar kemur að því að landa Joshua Zirkzee (23) frá Bologna. AC Milan hafði einnig áhuga en ítalska félagið er nú orðað við Tammy Abraham hjá Roma. (Sky Sports)

Liverpool hefur sett sig í samband við Adrien Rabiot (29) sem verður samningslaus í lok mánaðar. Hann er sem stendur með franska landsliðinu á EM. (Mirror)

Chelsea hefur lagt fram tilboð í Aaron Anselmino (19) miðvörð Boca Juniors. Enska félagið vill líka fá inn sóknarmann og hefur félagið verið orðað við Jonathan David hjá Lille, Nico Williams hjá Athletic, Samu Omorodion hjá Atletico Madrid og Maximilian Beier hjá Hoffenheim. (Sky Sports)

Man Utd er orðað við enska miðverði en félaginu finnst verðmiðinn á þeim Jarrad Branthwaite, Marc Guehi og Max Kilman vera of hár. (Sky Sports)

Leny Yoro (18) miðvörður Lille hefur látið Real Madrid vita að hann vilji fara til félagsins. Man Utd hafði áhuga en enska félagið gæti verið að missa af honum. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner