Sóknarleikmaðurinn Jason Daði Svanþórsson mun ganga til liðs við Breiðablik eftir lok núverandi tímabils, þegar samningi hans við Aftureldingu lýkur í haust.
Breiðablik hefur tilkynnt þetta en Jason er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur allan meistaraflokksferilinn leikið þar.
Breiðablik hefur tilkynnt þetta en Jason er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur allan meistaraflokksferilinn leikið þar.
Jason Daði hefur leikið 59 deildarleiki með Aftureldingu og skorað 21 mörk. Hann á að auki að baki 32 leiki í öðrum keppnum.
„Við bjóðum Jason Daða hjartanlega velkominn í Kópavoginn um leið og við óskum honum góðs gengis í baráttunni það sem eftir er af núverandi timabili með heimafélaginu sínu í Mosfellsbæ," segir í tilkynningu Breiðabliks.
Jason hefur vakið mikla athygli í Lengjudeildinni og fleiri félög sýndu honum áhuga.
Hjá Breiðabliki mun hann spila með Róberti Orra Þorkelssyni á ný en þeir voru samherjar hjá Aftureldingu í fyrra.
Afturelding er í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar en Breiðablik er í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar. Blikar mæta HK í Kórnum klukkan 20:15 í kvöld.
Athugasemdir