Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 23. júlí 2021 11:41
Elvar Geir Magnússon
Brescia vill gera nýjan samning við Birki - SPAL og Reggina líka áhugasöm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Brescia að vinna að því að semja aftur við íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason.

Filippo Inzaghi var ráðinn stjóri Brescia og vill hafa Birki í sínu liði en hann er samningslaus eftir að samningur hans við ítalska félagið rann út í sumar.

Birkir er ekki bara orðaður við Brescia, sagt er að SPAL og Reggina hafi einnig áhuga á að fá hann.

Brescia hafnaði í sjöunda sæti B-deildarinnar á liðnu tímabili, Birkir var í lykilhlutverki.

Birkir er 33 ára og hefur leikið 98 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner