Sóknarmaðurinn Beto hjá Everton viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að aðlagast á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum.
Þá segist hann þurfa á „höturunum sínum“ að halda og að hann noti neikvætt umtal um sig til að gíra sig í gang.
„Það munu ekki allir í þessu lífi elska þig og ekki allir munu hata þig. Það truflar mig ekki. Stundum vil ég lesa neikvæða umræðu um mig þegar ég er að spila illa eða klúðra færum. Þá hugsa ég 'Ég ætla að troða sokk ofan í þennan'," segir Beto.
„Ég tek þessu persónulega. Þegar ég æfi daginn eftir þá man ég hvað var skrifað og hugsa 'Nei, þessi gaur er ekki að fara að segja þetta um mig meira'. Ég tek skjáskot frá Facebook og Youtube."
Þá segist hann þurfa á „höturunum sínum“ að halda og að hann noti neikvætt umtal um sig til að gíra sig í gang.
„Það munu ekki allir í þessu lífi elska þig og ekki allir munu hata þig. Það truflar mig ekki. Stundum vil ég lesa neikvæða umræðu um mig þegar ég er að spila illa eða klúðra færum. Þá hugsa ég 'Ég ætla að troða sokk ofan í þennan'," segir Beto.
„Ég tek þessu persónulega. Þegar ég æfi daginn eftir þá man ég hvað var skrifað og hugsa 'Nei, þessi gaur er ekki að fara að segja þetta um mig meira'. Ég tek skjáskot frá Facebook og Youtube."
Beto er 26 ára og var keyptur frá Udinese fyrir 25 milljónir punda síðasta sumar. Hann skoraði tíu mörk fyrir ítalska A-deildarliðið áður en hann hélt til Englands. Portúgalinn hefur mest verið notaður sem varaskeifa fyrir Dominic Calvert-Lewin hjá Everton.
„Ég þarf að vera með samkeppni og ég þarf að hafa fólk sem gagnrýnir mig. Ég þarf á höturunum að halda. Núna þekki ég ensku úrvalsdeildina betur og veit að ég get gert betur, skapað fleiri færi og hjálpað liðinu að skora fleiri mörk. Síðasta tímabil var erfitt líkamlega og andlega."
Fyrir nokkrum árum var Beto ekki atvinnumaður að fullu í Portúgal og vann á KFC skyndibitastaðnum til að skapa tekjur.
Athugasemdir