
Emma Mary Higgins, markmaður Grindavíkur var gríðarlega kát eftir 1-0 sigurinn á ÍR í dag.
Grindavík tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni með samanlagt 3-0 sigri á ÍR-ingum en Emma fékk rautt spjald í leiknum. Hún segist vera búin að gleyma því og ætlar hún að njóta dagsins.
Grindavík tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni með samanlagt 3-0 sigri á ÍR-ingum en Emma fékk rautt spjald í leiknum. Hún segist vera búin að gleyma því og ætlar hún að njóta dagsins.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 0 ÍR
„Það eru ekki blendnar tilfinningar, rauða spjaldið er gleymt. Við erum komnar upp í Pepsi-deildina og ég er mjög spennt."
Emma hefur fallið úr Pepsi-deildinni með Grindavík en er nú komin upp aftur. Hún er mjög spennt að fá að taka þátt í Pepsi-deildinni.
„Ég var með Grindavík í Pepsi-deildinni, ég fékk með þeim en ég er komin upp aftur og ég er virkilega spennt."
Grindavík fékk aðeins fjögur mörk á sig í allt sumar og Emma var að sjálfsögðu sérstaklega ánægð með það.
„Við fengum fjögur mörk á okkur í sumar, hversu mörg lið geta sagt það. Ég er svo stolt að vera partur af Grindavík,"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir