Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 17:04
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Þróttur Vogum með fimmta sigurinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð 1 - 3 Þróttur V.
0-1 Ethan James Alexander Patterson ('20)
0-2 Andri Jónasson ('24)
0-3 Alexander Helgason ('40)
1-3 Ruben Lozano Ibancos ('74)

Þróttur Vogum heimsótti Fjarðabyggð í fyrsta leik dagsins í 2. deild karla og uppskar mikilvægan sigur.

Gestirnir frá Vogum fóru inn í leikhlé með þriggja marka forystu eftir mörk frá Ethan James, Andra Jónassyni og Alexanderi Helgasyni.

Ruben Lozano Ibancos minnkaði muninn fyrir Fjarðabyggð en meira var ekki skorað.

Þróttur er í öðru sæti eftir sigurinn, með jafn mörg stig og Selfoss sem á leik til góða við topplið Kórdrengja í kvöld. Þróttarar eru með betri markatölu en Selfyssingar.

Fjarðabyggð siglir lygnan sjó um miðja deild.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner