Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. september 2021 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Schmeichel: Sir Alex rak mig eftir slakan leik gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Það þekkja flestir 'hárþurrku aðferðina' svokölluðu sem Sir Alex Ferguson fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United notaði óspart gegn sínum leikmönnum þegar illa gekk.

Það hafa nokkrir leikmenn stigið fram og sagt sögur af því þegar Sir Alex hraunaði yfir þá fyrir slæma frammistöðu í leik.

Peter Schmeichel fyrrverandi markvöður Manchester United skrifar eina slíka sögu í nýrri sjálfsævisögu. Hann var mjög ósáttur með 3-3 jafntefli liðsins gegn Liverpool árið 1994.

„Ég held að það sé enginn sem líkar jafn illa við Liverpool og þjálfarinn. Hann var svo reiður að við köstuðum leiknum frá okkur. Hann var brjálaður, einbeitti sér strax að mér," sagði Schmeichel.

„Hann setti út á markspyrnurnar, kvartaði yfir því að þær lentu alltaf á höfðinu á leikmanni Liverpool, það var ósanngjarnt. Daginn eftir var ég rólegri en smá órólegur. Ég þurfti að hitta Fergie, en hann var ekki á staðnum. Daginn eftir sagðist hann þurfa að reka mig. Ég afsakaði hegðun mína en hann stóð samt við orð sín."

Hann segir síðan frá því að hann hafi staðið fyrir framan leikmannahópinn fyrir æfinguna þennan dag og beðist afsökunar á frammistöðu sinni. Sir Alex stóð fyrir aftan hann á meðan og þetta hefur ekki verið rætt síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner