Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 23. september 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - City á heimaleik og United útileik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það eru fimm leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Englandsmeistarar Manchester City eiga heimaleik gegn Nottingham Forest.


Man City hefur farið vel af stað á nýrri leiktíð og er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir, en Forest hefur sýnt fína takta þrátt fyrir erfiða leiki. Forest tapaði naumlega gegn Manchester United og Arsenal og hafði svo betur gegn Chelsea á Stamford Bridge.

Crystal Palace og Fulham eigast þá við í Lundúnaslag á meðan Luton fær Wolves í heimsókn.

Brentford og Everton mætast svo klukkan 16:30 áður en Burnley tekur á móti Manchester United í lokaleik dagsins.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru aðeins komnir með eitt stig eftir fjórar umferðir og mæta hungruðum Man Utd mönnum sem hafa farið illa af stað á tímabilinu.

Rauðu djöflarnir eru með sex stig eftir fimm umferðir í úrvalsdeildinni auk þess að hafa tapað í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Tapi þeir gegn lærisveinum Vincent Kompany í kvöld verður það fjórði tapleikur liðsins í röð.

Leikir dagsins:
14:00 Luton - Wolves
14:00 Crystal Palace - Fulham
14:00 Man City - Nott. Forest
16:30 Brentford - Everton
19:00 Burnley - Man Utd


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 27 10 +17 30
2 Man City 13 9 2 2 33 13 +20 29
3 Liverpool 13 8 4 1 28 11 +17 28
4 Aston Villa 13 9 1 3 31 18 +13 28
5 Tottenham 13 8 2 3 25 17 +8 26
6 Man Utd 13 8 0 5 16 16 0 24
7 Newcastle 13 7 2 4 31 14 +17 23
8 Brighton 13 6 4 3 28 23 +5 22
9 West Ham 13 6 2 5 23 23 0 20
10 Chelsea 13 4 4 5 22 20 +2 16
11 Brentford 13 4 4 5 19 18 +1 16
12 Wolves 13 4 3 6 18 23 -5 15
13 Crystal Palace 13 4 3 6 13 18 -5 15
14 Fulham 13 4 3 6 13 22 -9 15
15 Nott. Forest 13 3 4 6 16 21 -5 13
16 Bournemouth 13 3 3 7 14 28 -14 12
17 Luton 13 2 3 8 12 23 -11 9
18 Sheffield Utd 13 1 2 10 11 34 -23 5
19 Everton 13 4 2 7 14 20 -6 4
20 Burnley 13 1 1 11 10 32 -22 4
Athugasemdir
banner
banner
banner