Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 23. september 2023 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Annar sigur Bremen
Werder 2 - 1 Koln
0-1 Davie Selke ('31 )
1-1 Rafael Borre ('38 )
2-1 Justin Njinmah ('67 )

Werder Bremen vann annan leik sinn á tímabilinu er það lagði Köln að velli, 2-1, í þýsku deildinni í dag.

Þýski sóknarmaðurinn Davie Selke skoraði eina mark gestanna á 31. mínútu er hann stangaði boltann inn af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Sjö mínútum síðar jafnaði Rafael Borre eftir laglega stoðsendingu frá Marvin Ducksch áður en Justin Nijnmah gerði sigurmarkið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Nijnmah stakk sér inn fyrir af hægri vængnum, keyrði í átt að marki, áður en hann setti boltann hægra megin við markvörð gestanna og lokatölur því 2-1 Bremen í vil.

Bremen er með sex stig eftir fimm leiki en Köln með aðeins eitt stig í næst neðsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner