Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 23. september 2023 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Walker: Hissa þegar dómarinn reif upp rauða spjaldið

Manchester City er með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Nottingham Forest í dag.


Phil Foden og Erling Haaland skoruðu sitt markið hvor snemma í fyrri hálfleik en það reyndust einu mörk leiksins.

City lenti í vandræðum í upphafi síðari hálfleik þegar Rodri fékk að líta rauða spjaldið fyrir að taka Morgan Gibbs-White hálstaki.

„Það er ekki tilvalið að vera manni færri. Stjórinn gerir breytingar og við verðum að aðlagast því. Leikurinn breytist í seinni hálfleik út af brottrekstrinum. Aðalatriðið er að ná í þrjú stig," sagði Kyle Walker eftir elikinn.

Walker trúir því ekki að Rodri hafi það í sér að gera svona lagað.

„Tilfinningarnar eru miklar í leiknum, hann er ekki sá sem gerir svona svo ég var hissa þegar dómarinn reif upp rauða spjaldið. Ég sá þetta fljótt og sá ekki endursýninguna, dómarinn þarf að taka ákvörðun. Sem manneskja held ég að Rodri hafi þetta ekki í sér," sagði Walker.


Athugasemdir
banner
banner