Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 23. september 2024 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Gabriel gerir lítið úr atvikinu - „Þetta er hluti af leiknum“
Mynd: Getty Images
Gabriel Magalhaes, varnarmaður Arsenal á Englandi, vill ekki gera veður út af atviki sem átti sér stað undir lok leiks í 2-2 jafnteflinu gegn Englandsmeisturum Manchester City í gær.

Eftir að John Stones hafði jafnað leikinn sótti Erling Braut Haaland boltann í netið og kastaði honum af krafti í hnakkann á Gabriel.

Haaland var ekki refsað en var hins vegar gagnrýndur í fjölmiðlum fyrir þetta uppátæki sitt.

Gabriel gerir lítið úr atvikinu í viðtali við John Cross hjá Mirror, en hann getur ekki beðið eftir að spila við Man City í Lundúnum.

„Við bíðum eftir að Man City koma á okkar heimavöll,“ sagði Gabriel sem ræddi þá stuttlega um atvikið milli hans og Haaland.

„Haaland? Ég man ekki hvað hann gerði. Þetta er eðlilegt, en alla vega þá vil ég óska þeim til hamingju,“

„Orusta, stríð og ögrun er eðlileg. Það er líka hluti af leiknum. Nú er þessu lokið,“
sagði Gabriel.
Athugasemdir
banner
banner