Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   þri 23. september 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Annað sætið án bikars yrði misheppnað tímabil hjá Arteta
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, tók við spurningum frá lesendum í dag. Stuðningsmaður Arsenal sendi á hann spurningu um hvað myndi teljast vel heppnað tímabil hjá liðinu?

„Að mínu mati er svarið einfalt. Mikel Arteta verður að vinna bikar á þessu tímabili, helst Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina. Eftir fimm ár án bikars væru aðrir titlar teknir opnum örmum en við erum að tala um þá allra stærstu," segir McNulty.

„Ef Arsenal endar í öðru sæti án þess að vinna bikar þá yrði það misheppnað tímabil að mínu mati."

McNulty spáir því að Liverpool muni standa uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég spáði Liverpool sigri fyrir tímabilið og ekkert hefur fengið mig til að breyta þeirri skoðun. Ég er viss um að Liverpool muni spila enn betur eftir því sem fer að líða á tímabilið og það eru ekki góðar fréttir fyrir önnur lið sem vonast eftir því að vinna deildina."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir