Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
„Chelsea komst ekki af eigin þriðjungi fyrsta korterið"
Tyrique George skoraði og lagði upp í kvöld.
Tyrique George skoraði og lagði upp í kvöld.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Michael Skubala þjálfari Lincoln City var stoltur af sínum mönnum eftir naumt tap á heimavelli gegn stórveldi Chelsea.

Lincoln var sterkara liðið í fyrri hálfleik og leiddi verðskuldað eftir 45 mínútur, 1-0. Ungir sóknarmenn Chelsea snéru stöðunni þó við í upphafi síðari hálfleiks svo lokatölur urðu 1-2.

Lincoln leikur í League One deildinni, sem er þriðja efsta deild á Englandi, og er þar í toppbaráttu á upphafi tímabils.

„Við erum svolítið pirraðir því við náðum ekki í úrslit en ef við lítum á frammistöðuna í fyrri hálfleik þá var hún stórkostleg. Ekki mörg lið geta pressað Chelsea eins og við gerðum í þessum fyrri hálfleik," sagði Skubala eftir leik.

„Við vorum svo aggressívir og með stjórn á leiknum. Þeir komust ekki af eigin vallarþriðjungi fyrstu fimmtán mínúturnar. Við áttum skot í stöng og stuðningsmennirnir stóðu þétt við bakið á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni."

Chelsea mætti til leiks með sterkt lið þó að margir varamenn hafi fengið að spreyta sig, enda er leikmannahópurinn sem Enzo Maresca hefur undir höndunum verulega öflugur. Ítalinn notaði aðeins tvo leikmenn úr unglingaliðinu í kvöld og komu þeir báðir inn af bekknum á lokakafla leiksins.

„Enzo á virðingu skilið fyrir að hafa komið með svona sterkan leikmannahóp hingað. Það var fimm mínútna gæðakafli hjá þeim sem skemmdi fyrir okkur. Við vorum inni í leiknum allan tímann.

„Það sem gerðist í upphafi seinni hálfleiks er að strákarnir urðu aðeins passívari og það gaf Chelsea meira pláss til að skora."

Athugasemdir
banner