Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele í skýjunum - „Ég vildi ekki gráta"
Mynd: EPA
Ousmane Dembele fékk Ballon d'Or verðlaunin í gær fyrir frammistöðu sína með PSG á síðustu leiktíð en liðið vann þrennuna og hjálpaði liðinu að komast í úrslit á HM félagsliða.

Hann átti frábært tímabil en hann skoraði 35 mörk og lagði upp 16.

Tilfinningarnar báru hann ofurliði þegar hann tók við verðlaununum.

„Ég vildi ekki gráta en um leið og ég byrjaði að tala um fjölskylduna og fólkið sem hefur verið til staðar fyrir mig gerðist það og ég gat ekki haldið aftur af mér," sagði Dembele.

„Þetta var aldrei persónulegt markmið en þegar þetta gerist er maður auðvitað í skýjunum."
Athugasemdir
banner