Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Leikurinn á morgun er ekki í forgangi
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: EPA
Manchester City heimsækir C-deildarliðið Huddersfield Town í enska deildabikarnum annað kvöld. Pap Guardiola, stjóri City, viðurkenndi á fréttamannafundi í dag að þessi leikur væri ekki í forgangi.

„Ég get fært ykkur þær fréttir að við munum ekki spila með sama byrjunarlið og upp á síðkastið. Það er klárt," segir Guardiola.

„Ég hef sagt það margoft að ég ber virðingu fyrir þessari keppni, annars værum við ekki búnir að vinna hana fjórum sinnum í röð. En það eru meiðsli í hópnum og þetta verður blanda af aðalliðsleikmönnum og strákum úr akademíunni."

„Við eigum Brentford um helgina og svo Mónakó í Meistaradeildinni, þeir leikir verða að vera í forgangi. Þannig er það en við munum auðvitað mæta til að keppa á morgun og ætlum okkur áfram."

Guardiola sagðist ekki hafa neinar fréttir af Erling Haaland, sem kveinkaði sér þegar hann fór af velli gegn Arsenal. Guardiola segist þó vonast til þess að norski sóknarmaðurinn verði með um komandi helgi.
Athugasemdir
banner