Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Hrósar Khusanov í hástert
Abdukodir Khusanov.
Abdukodir Khusanov.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósar varnarmanninum Abdukodir Khusanov og segir hann hafa tekið miklum framförum. Þessi 21 árs Úsbeki hefur spilað fjóra af fimm fyrstu deildarleikjum City á nýju tímabili.

„Hann getur spilað í öllum stöðum í vörninni nema vinstri bakverði. Hann er ekki leikmaður sem er að skapa mikið sóknarlega en útsjónarsemi hans er mögnuð," segir Guardiola.

„Hann er traustur og stöðugur. Einbeiting hans er mjögnuð."

„Þetta er magnaður náungi, frábær kaup fyrir félagið og á eftir að eiga feril hérna í mörg ár."

Khusanov hefur þegar leikið 22 landsleiki fyrir Úsbekistan en City keypti hann frá franska félaginu Lens í janúar.
Athugasemdir
banner