Milan 3 - 0 Lecce
1-0 Santiago Gimenez ('20)
2-0 Christopher Nkunku ('51)
3-0 Christian Pulisic ('64)
Rautt spjald: Jamil Siebert, Lecce ('18)
1-0 Santiago Gimenez ('20)
2-0 Christopher Nkunku ('51)
3-0 Christian Pulisic ('64)
Rautt spjald: Jamil Siebert, Lecce ('18)
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce gegn AC Milan í dag en leikurinn litaðist af rauðu spjaldi sem Jamil Siebert fékk snemma leiks fyrir að ræna upplögðu marktækifæri af Nkunku sem var sloppinn í gegn.
Skömmu síðar skoraði Santi Giménez til að taka forystuna og leiddi Milan 1-0 í hálfleik eftir að hafa sýnt algjöra yfirburði einum leikmanni fleiri. Heimamenn voru óheppnir að bæta ekki við forystuna fyrr en í upphafi síðari hálfleiks, þegar Nkunku skoraði sitt fyrsta mark fyrir nýtt félag og blés upp rauða blöðru til að fagna.
Christian Pulisic kom inn af bekknum fyrir Nkunku og innsiglaði þægilegan sigur Milan þremur mínútum síðar. Lokatölur 3-0 og fer Milan áfram í næstu umferð bikarsins.
Þórir Jóhann spilaði fyrri hálfleikinn en var skipt af velli í leikhlé.
Athugasemdir