Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Udinese og Cagliari fara áfram
Mynd: EPA
Serie A liðin Udinese og Cagliari eru búin að tryggja sig áfram í ítalska bikarnum eftir sigra gegn andstæðingum úr Serie B í dag.

Udinese lagði Palermo að velli á meðan Cagliari sigraði gegn Frosinone, en búast má við að Palermo og Frosinone verði í toppbaráttu í Serie B á tímabilinu.

Nicoló Zaniolo skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri Udinese, áður en Skotinn efnilegi Lennon Miller tvöfaldaði forystuna.

Leikmenn Cagliari skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín í 4-1 sigri gegn Frosinone. Staðan var þó jöfn, 1-1, í leikhlé.

Bæði Udinese og Cagliari hvíldu sína helstu lykilmenn í sigrum dagsins.

Udinese 2 - 1 Palermo
1-0 Nicolo Zaniolo ('41 )
2-0 Lennon Miller ('45 )
2-1 Patryk Peda ('93 )

Cagliari 4 - 1 Frosinone
1-0 Gianluca Gaetano ('2 , víti)
1-1 Edoardo Vergani ('36 )
2-1 Gennaro Borrelli ('67 )
3-1 Mattia Felici ('80 )
4-1 Nicolo Cavuoti ('85 )
Athugasemdir
banner