Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 09:20
Elvar Geir Magnússon
Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez
Powerade
Julian Alvarez (til vinstri).
Julian Alvarez (til vinstri).
Mynd: EPA
Tekur Bilic við West Ham að nýju?
Tekur Bilic við West Ham að nýju?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Julian Alvarez er orðaður við endurkomu í enska boltann, njósnarar Real Madrid fylgdust með varnarmanni Arsenal og Tottenham vill enn fá Savinho. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins.

Julian Alvarez (25), fyrrum sóknarmaður Manchester City, íhugar að yfirgefa Atletico Madrid næsta sumar en Liverpool og Barcelona hafa áhuga á argentínska landsliðsmanninum. (Fichajes)

Háar launakröfur Nuno Espirito Santo gætu opnað leið fyrir Slaven Bilic að taka við West Ham. Framtíð Graham Potter hangir á bláþræði eftir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. (Guardian)

Barcelona vill gera samkomulag við Manchester United um að kaupa Marcus Rashford (27) fyrir 26 milljónir punda. Verðmiði United er þó nær 35 milljónum punda. Rashford er á láni hjá Börsungum. (Star)

Real Madrid fylgdist með varnarmanninum William Saliba (24) í návígi gegn Manchester City á sunnudag og hefur áfram áhuga á franska landsliðsmanninum. (TBR)

Enski miðvörðurinn Marc Guehi (25), fyrirliði Crystal Palace, er enn ákveðinn í að ganga í raðir Liverpool á frjálsri sölu næsta sumar. Hann var nálægt því að semja við Englandsmeistarana á gluggadeginum. (GiveMeSport)

Harry Kane (32), fyrirliði enska landsliðsins, er með klásúlu í samningi sínum sem þýðir að hann gæti yfirgefið Bayern München fyrir 56,7 milljónir punda næsta sumar. Hann þyrfti þá að tilkynna félaginu það að hann vilji fara, áður en vetrarglugganum verður lokað. (Bild)

Tottenham hefur áfram áhuga á Savinho (21), vængmanni Manchester City, og gæti reynt aftur við hann í janúar. (Teamtalk)

Tottenham er tilbúið að bjóða allt að 35 milljónir punda í spænska miðjumanninn Brais Mendes (28) hjá Real Sociedad í janúar. (Fichajes)

Chelsea fylgist með Nico O'Reilly (20), leikmanni Manchester City. Leeds United, Bayer Leverkusen og Lyon hafa einnig áhuga á þessum fjölhæfa leikmanni. (Football Insider)

Manchester United hefur sett í forgang að fá markvörð næsta sumar. (Sun)
Athugasemdir
banner