Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   þri 23. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lykilmenn framlengja við Hauka
Mynd: Haukar
Fimm leikmenn hafa skrifað undir nýjan samning við Hauka.

Það eru þeir Daði Snær Ingason, Daníel Smári Sigurðsson, Ísak Jónsson, Sveinn Óli Guðnason og Máni Mar Steinbjörnsson en þeir framlengja út tímabilið 2028.

Þeir voru allir í lykilhlutverki hjá liðinu sem hafnaði í 7. sæti í 2. deild í sumar.

Guðjón Pétur Lýðsson spilaði með Haukum undanfarin tvö tímabil en hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið og tók við sem þjálfari liðsins af Ian Jeffs sem hætti eftir tvö ár í starfi.
Athugasemdir