Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mæli ekki með Miami á meðan Messi er þar"
Mynd: EPA
Mateusz Klich, fyrrum leikmaður Leeds, vandar Lionel Messi ekki kveðjurnar.

Klich er orðinn 35 ára gamall en hann lék með Leeds frá 2017-2023. Svo hélt hann til Bandaríkjanna og spilaði með DC United og Atlanta United. Hann hélt síðan heim til Póllands í sumar og er liðsfélagi Davíðs Kristjáns Ólafssonar hjá Cracovia í dag.

„Ég mæli ekki með Miami á meðan Messi er þar. Þetta er hörmung, fólk er að yfirgefa félagið, þjálfarar og sjúkraþjálfarar. Allir tala spænsku og það er ekki hægt að gera neitt án þeirra samþykkis. Félagið er svo 45-50 mínútum frá Miami," sagði Klich.

„Ég myndi mæla með New York Red Bull. Þeir eru með betri völl núna. Það eru félög eins go Columbus Crew og Cincinati sem eru með frábæra velli og frábæran grunn en ekki spennandi að búa þar. Ég myndi mæla með Nashville ef þú fær það tækifæri. Nashville er fallegur staður."
Athugasemdir