Miðasala á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins er hafin á miðasöluvef KSÍ.
Víkingur Ólafsvík og Tindastóll mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli næsta föstudagskvöld, 26. september kl. 19:15.
Smelltu hér til að fara í miðasöluna
Víkingur Ólafsvík og Tindastóll mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli næsta föstudagskvöld, 26. september kl. 19:15.
Smelltu hér til að fara í miðasöluna
Miðaverð:
Fullorðnir - 2000 krónur
Börn (0-16 ára) - 500 krónur
Selt er í ónúmeruð sæti. Svæði Víkings Ó. (blátt í miðasölukerfinu) er nær World Class, en svæði Tindastóls (gult í miðasölukerfinu) nær Þróttarvellinum.
Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það Selfoss sem fagnaði sigri gegn KFA í úrslitaleik.
Athugasemdir