Monchi, yfirmaður fótboltamála hjá Aston Villa, er að yfirgefa félagið en það stefnir allt í að Roberto Olabe, fyrrum íþróttastjóri Real Sociedad, taki við af honum.
Villa er komið langt í viðræðum við Olabe sem er 57 ára og starfaði í sjö ár hjá Sociedad en kvaddi félagið eftir síðasta tímabil.
Villa er komið langt í viðræðum við Olabe sem er 57 ára og starfaði í sjö ár hjá Sociedad en kvaddi félagið eftir síðasta tímabil.
Monchi hefur starfað hjá Villa síðustu tvö ár en hann og Unai Emery, stjóri liðsins, hafa unnið mjög náið saman. Þeir unnu einnig saman hjá Sevilla.
Guardian segir að Monchi hafi í nokkurn tíma viljað snúa aftur til Spánar og sé nú að hætta hjá Villa. Enska félagið fékk sekt fyrir að brjóta fjárhagsreglur og staðan hefur gert Monchi erfitt fyrir í starfi.
Aston Villa er aðeins með þrjú stig eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni í 18. sæti.
Athugasemdir