Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson um Ekitike: Hann gerir þetta ekki aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andy Robertson lék allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Liverpool sem lagði Southampton að velli í enska deildabikarnum fyrr í kvöld.

Varafyrirliði Liverpool, sem bar fyrirliðabandið í fjarveru Virgil van Dijk, svaraði spurningum að leikslokum og var meðal annars spurður út í rauða spjaldið sem Hugo Ekitike fékk.

„Ég verð mjög hissa ef hann gerir þetta aftur. Það er alltaf tilfinningaþrungið að skora mark og hann augljóslega gleymdi þessu bara," sagði Robertson.

„Fyrsta gula spjaldið sem hann fékk var líka heimskulegt. Tvö kjánaleg spjöld og við getum ekki notað hann á laugardaginn.

„Þetta er mjög kjánalegt af hans hálfu. Hann mun læra af þessu, ég er viss um að hann gerir þetta ekki aftur."


   23.09.2025 21:14
Sutton um Ekitike: Algjör heimska!

Athugasemdir
banner