Arne Slot svaraði spurningum eftir nauman sigur Liverpool gegn Southampton í enska deildabikarnum í kvöld.
Slot var ekki ánægður með frammistöðu liðsins en var þó sáttur með einstaklingsframmistöður hjá ýmsum leikmönnum.
„Þetta var ekki okkar besta frammistaða en svona getur gerst þegar maður stillir upp alveg nýju byrjunarliði. Margir leikmenn sem höfðu ekki spilað í langan tíma og það er margt jákvætt hægt að taka úr þessu," sagði Slot.
„Giorgi Mamardashvili átti góðan leik alveg eins og Federico Chiesa og Giovanni Leoni. Alexander (Isak) skoraði sitt fyrsta mark og Hugo (Ekitike) komst aftur á blað.
„Það er ýmislegt jákvætt hægt að taka úr þessum leik en liðsframmistaðan var ekki sú besta, án þess að taka neitt af Southampton sem spilaði flottan leik."
23.09.2025 20:56
Enski deildabikarinn: Liverpool og Chelsea ósannfærandi
Slot var svo spurður út í rauða spjaldið sem Hugo Ekitike fékk undir lok leiks. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að kasta boltanum frá sér í pirringi eftir að hafa gerst sekur um brot, en seinna spjaldið fékk hann fyrir að fara út treyjunni eftir að hafa skorað sigurmarkið á 85. mínútu.
„Þetta er heimskulegt. Kannski er ég bara svona gamaldags. Ég skoraði nokkur mörk á mínum ferli og ef ég skoraði svona mark þá hefði ég alltaf snúið mér að Chiesa og þakkað honum fyrir því hann vann alla vinnuna.
„Þetta var heimskulegt. Ekki gáfulegt. Ef upplýsingarnar eru réttar þá er hann í leikbanni á laugardaginn. Það er ekki nógu gott."
23.09.2025 21:04
Sjáðu atvikið: Ekitike reif sig úr treyjunni og fékk rautt
Athugasemdir