Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Vinícius og Mbappé í stuði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Vinícius Júnior og Kylian Mbappé voru í stuði þegar Real Madrid heimsótti Levante í spænska boltanum í kvöld.

Vinícius skoraði fyrsta mark leiksins með mögnuðu utanfótarskoti áður en hann gaf flotta sendingu á Franco Mastantuono sem tvöfaldaði forystuna eftir skyndisókn.

Sjáðu magnað opnunarmark Vinícius
Sjáðu það frá öðru sjónarhorni

Etta Eyong minnkaði muninn fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks en þá var röðin komin að Mbappé. Hann skoraði úr vítaspyrnu á 64. mínútu og var svo mættur aftur tveimur mínútum síðar eftir undirbúning frá Arda Güler.

Meira var ekki skorað svo lokatölur urðu 1-4 fyrir Real Madrid, sem er með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Levante er með fjögur stig.

Á sama tíma tók Sevilla á móti Villarreal og höfðu gestirnir betur eftir spennandi viðureign.

Villarreal leiddi í hálfleik en heimamenn í Sevilla jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks og hélst staðan jöfn allt þar til á lokakaflanum.

Þar skoraði Manor Solomon sigurmarkið en hann er hjá Villarreal á láni frá Tottenham. Þessi ísraelski landsliðsmaður hefur farið ótrúlega vel af stað í spænska boltanum.

Hann er kominn með mark og stoðsendingu í tveimur leikjum en í bæði skiptin kom hann inn af bekknum í seinni hálfleik.

Levante 1 - 4 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('28 )
0-2 Franco Mastantuono ('38 )
1-2 Karl Etta Eyong ('54 )
1-3 Kylian Mbappe ('64 , víti)
1-4 Kylian Mbappe ('66 )

Sevilla 1 - 2 Villarreal
0-1 Tani Oluwaseyi ('17 )
1-1 Djibril Sow ('51 )
1-2 Manor Solomon ('86 )
Athugasemdir