„Það er alltaf verið að tala um fótboltann sem liðið spilar en lið sem er búið að fá þetta mörg mörk á sig og er í ellefta sæti er ekki búið að spila frábæran bolta. Þeir eru í bullandi fallhættu og eru að mínu mati mjög líklegir til að falla," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, í Innkastinu þegar fjallað er um KR.
KR er í fallsæti eftir 23 umferðir og tapaði 4-2 fyrir KA um helgina. Valur fór í rannsóknarvinnu og skoðaði mörkin sem liðið hefur fengið á sig. Liðið er með markatöluna 44-55.
KR er í fallsæti eftir 23 umferðir og tapaði 4-2 fyrir KA um helgina. Valur fór í rannsóknarvinnu og skoðaði mörkin sem liðið hefur fengið á sig. Liðið er með markatöluna 44-55.
„Þriðja mark KA. Ef eitthvað lýsir KR í sumar er það þriðja markið. KA á aukaspyrnu, það er búið að stilla upp í vegg og svo standa menn við hliðina á veggnum, bæði KA-menn og KR-ingar. Varnarmenn KR elta ekki mennina inn á meðan Arnar ver boltann til hliðar. Það er eins og þeir séu að klóra sér í hausnum. Birnir eiginlega læðist framhjá þeim. Þeir hugsa ekki um að elta manninn inn," segir Valur.
„Ég fór í rannsóknarvinnu, ég horfði á öll mörk sem KR hefur fengið á sig í sumar. Þeir hafa fengið á sig þrettán mörk úr hornspyrnum, sjö eftir aukaspyrnur og svo þrjú víti en tökum þau út fyrir sviga. Þetta eru 20 mörk úr föstum leikatriðum. Menn eru ekki með einbeitinguna í lagi og endalaust 'ball watching'. Mér finnst þetta svo lélegt, það 'stuðar' mig að í 23. umferð séu þeir enn að gera grundvallarmistök."
„Það eru 17 mörk þar sem þeir missa boltann og innan við tíu sekúndum seinna er búið að skora gegn þeim. Á undirbúningstímabilinu var alltaf kominn maður í pressu um leið og liðið tapaði honum og þetta var eitthvað sem einkenndi Breiðabliksliðið undir stjórn Óskars."
Fjórar umferðir eru eftir af Bestu deildinni og KR-ingar heimsækja sjóðheita Skagamenn á sunnudaginn.
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór/KA | 18 | 7 | 0 | 11 | 31 - 41 | -10 | 21 |
2. Fram | 18 | 7 | 0 | 11 | 24 - 43 | -19 | 21 |
3. Tindastóll | 18 | 5 | 2 | 11 | 22 - 44 | -22 | 17 |
4. FHL | 18 | 1 | 1 | 16 | 11 - 56 | -45 | 4 |
Athugasemdir