Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   þri 23. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yfirmaður fótboltamála hjá Aston Villa að yfirgefa félagið
Mynd: EPA
Monchi, yfirmaður fótboltamála hjá Aston Villa, er að yfirgefa félagið en The Athletic greinir frá þessu.

Monchi var ráðinn til Aston Villa frá Sevilla árið 2023 en hann starfaði áður hjá Roma.

Aston Villa hafnaði í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni í 18. sæti.

Stuðningsmenn liðsins hafa gagnrýnt Monchi fyrir að styrkja liðið ekki meira. Níu leikmenn í byrjunarliðinu í 1-1 jafntefli gegn Sunderland um helgina voru hjá félaginu þegar Unai Emery tók við árið 2022.
Athugasemdir