Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. nóvember 2020 10:23
Magnús Már Einarsson
Eriksen til Manchester United?
Powerade
Kemur Eriksen aftur í enska boltann?
Kemur Eriksen aftur í enska boltann?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane er sagður á óskalista Manchester City.
Harry Kane er sagður á óskalista Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru áfram með fullt af kjaftasögum. Skoðum þær.



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá Harry Kane (27) framherja Tottenham. Pep sagði þetta við forráðamenn City þegar viðræður stóðu yfir um nýjan samning. (Independent)

Dean Henderson (23) markvörður Manchester United ætlar að fara á lán í janúar til að eiga möguleika á að komast á EM með enska landsliðinu næsta sumar. Leeds og Brighton hafa áhuga. (Sun)

Manchester City hefur ekki lengur áhuga á að fá Lionel Messi frá Barcelona. (Sky Sports)

Olivier Giroud (34), framherji Chelsea, segist hafa áhyggjur af spiltíma sínum hjá Chelsea en hann gæti farið annað í janúar. (Mirror)

Christian Eriksen (28) má fara frá Inter í janúar. (Goal)

Manchester United gæti haft áhuga á að fá Eriksen í sína raðir. (Star)

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, óttast ekki að vera rekinn þó að félagið sitji á botninum í ensku úrvalsdeildinni með einungis eitt stig eftir níu leiki. (Sky sports)

Arsenal hefur fengið góðar fréttir í baráttunni um Yusuf Yazici (23) miðjumann Lille. Umboðsmaður Yazici segir að leikmaðurinn gæti farið annað en honum hefur verið líkt við Mesut Özil (32). (Mirror)

Franski miðvörðurinn Dayot Upamecdano (22) mun fara frá RB Leipzig næsta sumar en Bayern Munchen, Liverpool, Manchester City og Manchester United vilja öll fá hann. (Bild)

Barcelona gæti reynt að fá Erik Garcia (19) miðvörð Manchester City eftir að Gerard Pique meiddist illa á hné. (Manchester Evening News)

Real Madrid hefur boðið West Ham að fá framherjann Mariano (27) á láni í janúar. (Corriere dello Sport)

Eduardo Camavinga (21), miðjumaður Rennes, hefur verið orðaður við Tottenham. (Football London)

Jules Kounde (22) miðvörður Sevilla segist hafa rætt við Pep Guardiola, stjóra Manchester City, í sumar. (Canal Football Club)

Matteo Guendouzi (21) segist vera kominn aftur með sjálfstraust en hann er á láni hjá Hertha Berlin frá Arsenal. (Star)

Declan Rice, miðjumaður West Ham, segir að það hafi hjálpað sér sem leikmanni og einstaklingi að hafa ekki fengið nýjan samning hjá Chelsea þegar hann var 14 ára. (Football London)

Lyon vill fá Islam Slimani (32) frá Leicester og Boulaye Dia (24) frá Reims til að fylla skarð Memphis Depay (26) sem hefur verið orðaður við Barcelona. (Le10Sport)

Chelsea er að íhuga að leyfa miðverðinum Fikayo Tomori (22) að fara á lán í janúar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner