Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo hrósar Rabiot í hástert
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, stjóri Juventus, er gríðarlega hrifinn af franska miðjumanninum Adrien Rabiot og finnst mikið til hans koma.

Rabiot hefur spilað tíu leiki til þessa með Juventus á tímabilinu. Hann kom til félagsins frá Paris Saint-Germain fyrir síðustu leiktíð.

Pirlo, sem var magnaður miðjumaður á sínum leikmannaferli, hrósaði Rabiot mikið eftir 2-0 sigur Juventus á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Hann er frábær fótboltamaður heilt yfir," sagði Pirlo en hann er á því að hinn 25 ára gamli Rabiot hafi allan pakkann. „Ég hef sjaldan séð einhvern sem er bæði svona sterkur líkamlega og tæknilega."

„Hann veit ekki einu sinni hversu mikið hann getur bætt sig. Við erum að vinna í andlega þættinum svo hann skilji að hann er meistari. Hann er að bæta sig í hverjum leik."

Juventus er í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner