Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. nóvember 2022 08:42
Elvar Geir Magnússon
„Aldurinn farinn að ná Messi“
Messi var skugginn af sjálfum sér.
Messi var skugginn af sjálfum sér.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Lionel Messi er 35 ára og spilaði sem slíkur," skrifar Oliver Holt, blaðamaður Daily Mail, í HM pistli sem birtist í blaðinu í morgun.

Messi er að stíga síðasta dansinn á stærsta sviðinu en danssýningin byrjaði með niðurlægingu, Argentína tapaði 2-1 fyrir Sádi-Arabíu í sínum fyrsta leik í gær. Ein óvæntustu úrslit í sögu HM.

„Þetta átti að vera mótið þar sem maðurinn sem hefur verið bestur í heimi stærstan hluta tveggja síðustu áratuga fær tækifæri á að ná í einu verðlaunin sem hafa farið framhjá honum í íþróttinni. Þetta átti að vera mótið þar sem hann er loksins með aukaleikara sem geta hjálpað honum að ná því markmiði."

Messi kom Argentínu yfir úr vítaspyrnu en var annars langt frá sínu besta og talað um að hann sé greinilega ekki 100% heill. Holt telur að aldurinn sé farinn að láta til sín taka hjá Messi.

„Svo margir bjuggust við því að þetta yrði lokasýningin þar sem snilli Messi myndi blómstra, og auðvitað gæti mótið enn þróast þannig. Spánn tapaði fyrsta leik sínum á HM og vann svo mótið," skrifar Holt.

„En þetta tap var sársaukafullt högg fyrir Messi. Þetta var ekki bara vísbending um að aukaleikararnir væru ekki nægilega góðir, heldur um að Messi gæti ekki lengur borið liðið uppi eins og hann gerði. Það eru alltaf forréttindi að horfa á þennan snilling og hann sýndi takta inni á milli en var að mestu skugginn af sjálfum sér."

„Það er staðreynd að hann er að eldast. Hann tekst betur á við það hvernig aldurinn er að ná honum en Cristiano Ronaldo gerir, en aldurinn er að ná honum engu að síður. Tapið í gær táknaði ekki endalok besta leikmanns heims, en það var upphafið að endalokunum."

Argentína á eftir að mæta Mexíkó og Póllandi en þau lið gerðu markalaust jafntefli í gær.
HM hringborðið - Yfirferð með Davíð Snorra: Stór lið strax undir pressu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner