Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Jónsson í Fram (Staðfest)
Lengjudeildin
Óskar í búningi Fram.
Óskar í búningi Fram.
Mynd: Fram
Fram hefur náð samningum við miðjumanninn Óskar Jónsson um að spila með liðinu næsta sumar í Lengjudeildinni.

Óskar er 23 ára gamall miðjumaður sem kemur frá Fram úr Gróttu. Í fyrra spilaði hann 14 leiki í Pepsi Max-deildinni með Gróttu og tvo leiki í Mjólkurbikarnum.

Óskar er uppalinn í Breiðabliki en hefur einnig spilað fyrir Þór, ÍR, Þrótt og eins og áður segir, Gróttu, á sínum ferli.

Fram var hársbreidd frá því að komast upp úr Lengjudeildinni í fyrra en liðið var í þriðja sæti deildarinnar þegar mótið var blásið af. Leiknir fór upp með sama stigafjölda og Fram en betri markatölu.

„Öflugur miðjumaður og hlökkum við til að sjá hann í fagurbláa Fram búningnum," segir í tilkynningu frá Safamýrarfélaginu sem mun gera aðra tilraun til að komast upp í efstu deild næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner