Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 24. febrúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Myndi aldrei sjá um Snapchat á leikdegi
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net var tekin hressileg umræða um samfélagsmiðla. Gestir þáttarins tjáðu sig meðal annars um það hvort að þeir myndu banna leikmönnum að vera á samfélagsmiðlum ef þeir væru þjálfarar.

„Ég myndi klárlega hafa reglur. Ég held að það sé hjá körlunum í Breiðablik. Það eru ekki brjálaðar reglur en það eru pælingar hvernig á að gera þetta. Það eru því miður sumir það vitlausir að þeir geta ekki verið frjálsir á samfélagsmiðlum og sagt allt sem þeir vilja,“ sagði Hildur Einarsdóttir.

Fanndís Friðriksdóttir segir að ekki hafi verið settar reglur um notkun samfélagsmiðla hjá kvennalandsliðinu eða Breiðabliki. Hún telur þó að reglur verði settar um notkun samfélagsmiðla fyrir EM í sumar.

„Ég held það verði í sumar. Eftir leik þegar maður getur ekki sofnað þá er maður að skrolla í símanum langt fram eftir nóttu. Maður þarf að geta kúplað sig út úr þessu og það er gott fyrir alla að geta lagt frá sér símann."

Fanndís segir að það trufli leikmenn ef þeir eru með Snapchat fyrir fyrirtæki á leikdegi. „Á Íslandi er mikið verið að biðja fólk um að taka snappið fyrir eitthvað á leikdegi. Ég myndi aldrei gera þetta á leikdegi. Þá fer fókusinn annað. Þú þarft að vera mynd sem aðrir horfa á. Sýna hvað er gaman að hjá þér og hvað þú ert dugleg að borða. Þú missir fókusinn á því sem skiptir máli og það er leikurinn. Ég veit um einn sem tók eitthvað snapp á leikdegi og var síðan ömurlegur í leiknum af því að fókusinn var annars staðar," sagði Fanndís.

Gestir vikunnar í sjónvarpsþættinum
Fanndís Friðriksdóttir - @fanndis90
Hildur Einarsdóttir - @HildurEinarsd
Kjartan Atli Kjartansson- @Kjartansson4

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Sjónvarpið: Samfélagsmiðlar hafa breytt fögnum leikmanna
Sjónvarpið: Hvaða fótboltamenn eru bestir á samfélagsmiðlum?
Athugasemdir