Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
banner
   fös 24. febrúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Myndi aldrei sjá um Snapchat á leikdegi
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net var tekin hressileg umræða um samfélagsmiðla. Gestir þáttarins tjáðu sig meðal annars um það hvort að þeir myndu banna leikmönnum að vera á samfélagsmiðlum ef þeir væru þjálfarar.

„Ég myndi klárlega hafa reglur. Ég held að það sé hjá körlunum í Breiðablik. Það eru ekki brjálaðar reglur en það eru pælingar hvernig á að gera þetta. Það eru því miður sumir það vitlausir að þeir geta ekki verið frjálsir á samfélagsmiðlum og sagt allt sem þeir vilja,“ sagði Hildur Einarsdóttir.

Fanndís Friðriksdóttir segir að ekki hafi verið settar reglur um notkun samfélagsmiðla hjá kvennalandsliðinu eða Breiðabliki. Hún telur þó að reglur verði settar um notkun samfélagsmiðla fyrir EM í sumar.

„Ég held það verði í sumar. Eftir leik þegar maður getur ekki sofnað þá er maður að skrolla í símanum langt fram eftir nóttu. Maður þarf að geta kúplað sig út úr þessu og það er gott fyrir alla að geta lagt frá sér símann."

Fanndís segir að það trufli leikmenn ef þeir eru með Snapchat fyrir fyrirtæki á leikdegi. „Á Íslandi er mikið verið að biðja fólk um að taka snappið fyrir eitthvað á leikdegi. Ég myndi aldrei gera þetta á leikdegi. Þá fer fókusinn annað. Þú þarft að vera mynd sem aðrir horfa á. Sýna hvað er gaman að hjá þér og hvað þú ert dugleg að borða. Þú missir fókusinn á því sem skiptir máli og það er leikurinn. Ég veit um einn sem tók eitthvað snapp á leikdegi og var síðan ömurlegur í leiknum af því að fókusinn var annars staðar," sagði Fanndís.

Gestir vikunnar í sjónvarpsþættinum
Fanndís Friðriksdóttir - @fanndis90
Hildur Einarsdóttir - @HildurEinarsd
Kjartan Atli Kjartansson- @Kjartansson4

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Sjónvarpið: Samfélagsmiðlar hafa breytt fögnum leikmanna
Sjónvarpið: Hvaða fótboltamenn eru bestir á samfélagsmiðlum?
Athugasemdir
banner
banner