Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Anderlecht í erfiðleikum - Aðstoðarþjálfarinn látinn fara
Pär Zetterberg í leik með sænska landsliðinu
Pär Zetterberg í leik með sænska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran er að hafa mikil áhrif á rekstur félaga um allan heim og er ljóst að belgíska félagið Anderlecht er að finna fyrir því en aðstoðarþjálfaranum var sagt upp í gær.

Pär Zetterberg hefur gegnt stöðu aðstoðarþjálfara hjá félaginu og verið Vincent Kompany innan handar en hann er nú atvinnulaus.

Rekstur Anderlecht gengur illa og var því þörf á því að segja upp starfsfólki.

Zetterberg lék árum áður með Anderlecht auk þess sem hann lék með sænska landsliðinu en belgíska félagið sendi frá sér tilkynningu í gær. Zetterberg sjálfur skildi ekkert í þessu og fékk enga útskýringu.

„Ég bjóst ekki við þessu. Félagið rifti samningnum án þess að gefa mér útskýringu. Ég er ekki leiðu en ég er mjög vonsvikinn. Eru þeir að gera þetta til að spara eða voru þeir óánægðir með mín störf í þágu félagsins? Ég verð að taka þessu þó ég eigi erfitt með að skilja þetta," sagði Zetterberg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner