Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. mars 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmaður andstæðinganna reyndi að leggja hendur á Jökul
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Reading
Hungerford er smábær í Berksskíri. Samkvæmt Wikipedia bjuggu tæplega sex þúsund manns þar árið 2011.

Hungerford fjöldamorðin (1987) er það fyrsta sem kemur þegar staðurinn er 'googlaður' en bærinn er um sextíu mílur í vestur frá London.

Í bænum er lið sem heitir Hungerford Town. Á síðustu leiktið (2018-19) lék liðið í National League South, næstefstu utandeildinni.

Á þeirri leiktíð var Jökull Andrésson lánaður til félagsins frá Reading. Fótbolti.net birti grein fyrr í kvöld. Þar sínum í spjalli við Fótbolta.net. Þar sagði hann frá tíma sínum hjá Reading, áhuga Arsenal, hnémeiðslum, höfuðhöggum og láni hjá Camberley í utandeildinni.

Sjá einnig:
Jökull: Þurfti að vinna af mér rassgatið til að komast að hjá Reading

Jökull var einnig spurður út í lánstímann hjá Hungerford. Jökull var lánaður í júlí 2018 en vegna meiðsla var hann ekki jafnlengi hjá félaginu og stefnan var. Hvernig lítur Jökull á tímann hjá Hungerford?

„Tíminn hjá Hungerford er sá skemmtilegasti á mínum ferli. Það var ekkert svakalega mikið um gæði þar en ég komst þarna í alvöru fullorðins fótbolta," sagði Jökull við Fótbolta.net.

„Þarna voru aðdáendur sem myndu deyja fyrir klúbbinn og það er einmitt það sem ég lifi fyrir. Ég man eftir augnabliki þegar ég var að fá mér vatn úr brúsanum mínum í markinu. Þá kemur aðdáandi, sem studdi andstæðingana, upp að mér. Hann reynir að leggja hendur á mig, alveg klikkað augnablik."

„Ég hefði óskað þess að ég hefði getað verið þarna lengur en vegna höfuðhögganna þá gat ég það því miður ekki. Þetta var þrátt fyrir það besta reynsla ferilsins til þessa á þeim tímapunkti," sagði Jökull.

Sjá einnig:
Jökull: Þurfti að vinna af mér rassgatið til að komast að hjá Reading
Hin hliðin - Jökull Andrésson (Reading)

Athugasemdir
banner
banner
banner