Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 24. mars 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halda í veika von og því er Guðný að spila í gegnum meiðsli
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti nýjan landsliðshóp í dag, hóp sem mætir Nýja Sjálandi og Sviss í vináttuleikjum í apríl. Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss.

Það eru fimm breytingar á hópnum frá síðasta verkefni í febrúar. Sandra Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna og er ekki með. Þá eru Guðný Árnadóttir, Elísa Viðarsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir ekki með að þessu sinni.

„Elísa er meidd og getur ekki verið með. Guðný er líka meidd," sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.

Guðný hefur verið að spila í gegnum meiðsli með AC Milan á Ítalíu, hún er það mikilvæg fyrir liðið. Hún fór úr axlarlið fyrir stuttu og þarf að fara í aðgerð vegna þess. „Guðný er að spila en er á leið í aðgerð á öxl. Milan er að bíða og sjá hvenær þeir ætla að setja hana í aðgerð. Hún er ekki 100 prósent en þeir eru að láta hana spila. Við ákváðum að velja hana ekki. Það gæti verið að hún farið í aðgerð á meðan við erum í verkefninu."

„Milan er að vonast eftir því að ná öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar - sem er Evrópusæti - en eru átta stigum frá því núna. Hún gæti farið í aðgerð eftir helgi ef liðið tapar um helgina. Við ákváðum að hvíla hana í þessu verkefni."

Þorsteinn sagði frá því að hann hefði ekki valið Berglindi þar sem hún er í kuldanum hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Viðtal kemur inn á síðuna á eftir þar sem hann ræðir það frekar.

Hægt er að skoða hópinn í heild sinni með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner