Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 17:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Agnar í Gróttu (Staðfest)
Mættur á Seltjarnarnes.
Mættur á Seltjarnarnes.
Mynd: Grótta/Eyjólfur Garðarsson
Í leik með Vestra.
Í leik með Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta tilkynnti í dag að Daníel Agnar Ásgeirsson væri genginn í raðir félagsins og hefur hann gert tveggja ára samning við Gróttu.

Miðjumaðurinn hóf feril sinn á Húsavík áður en hann flutti vestur á firði og gekk í raðir BÍ/Bolungarvík. Hann hélt næst til Stjörnunnar og var í tvö ár í Garðabænum. Svo flutti hann aftur vestur og hefur verið þar síðan.

Á árunum 2016 til 2024 spilaði Daníel 91 keppnisleik með Vestra í deild og bikar og eitt tímabil með Herði í 5. deild. Hann er fæddur árið 1997 og kom við sögu í tveimur leikjum með Vestra í Bestu deildinni í fyrra.

„Það er gífurlega gott fyrir ungan hóp Gróttumanna að fá reynslumikinn leikmann í hópinn líkt og Daníel. Við hlökkum til að sjá hann láta ljós sitt skína í bláu treyjunni í sumar,” segir Bjarni Rögnvaldsson en hann er í meistaraflokksráði Gróttu.

Grótta verður í 2. deild í sumar. Þjálfari liðsins er Rúnar Páll Sigmundsson.

Komnir
Marciano Aziz frá HK
Marvin Darri Steinarsson frá Vestra (var á láni hjá ÍA)
Daníel Agnar Ásgeirsson frá Vestra
Caden McLagan frá Bandaríkjunum
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi
Kristófer Dan Þórðarson frá Haukum
Viktor Orri Guðmundsson frá KR
Dagur Bjarkason frá KR
Björgvin Brimi Andrésson frá KR
Aron Bjarni Arnórsson frá KR
Alexander Arnarsson frá KR
Halldór Hilmir Thorsteinson frá Fram
Einar Tómas Sveinbjarnarson frá KV
Daði Már Patrekur Jóhannsson frá Kríu
Benedikt Þór Viðarsson frá KH

Farnir
Kristófer Orri Pétursson í KR
Gabríel Hrannar Eyjólfsson í KR
Arnar Þór Helgason í Kríu
Pétur Theodór Árnason í Kríu
Arnar Daníel Aðalsteinsson í Fram
Ívan Óli Santos í ÍR
Kristján Oddur Kristjánsson í Val
Aron Bjarki Jósepsson í KV
Hilmar Andrew McShane hættur og farinn í þjálfun
Eirik Soleim Brennhaugen til Noregs
Tómas Orri Róbertsson í FH (var á láni frá Breiðabliki)
Ísak Daði Ívarsson í ÍR (var á láni frá Víkingi)
Damian Timan til Hollands
Rafal Stefán Daníelsson hættur

Samningslausir
Patrik Orri Pétursson (2000)

Athugasemdir
banner
banner