Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rudiger fékk góð ráð áður en hann fór til Real Madrid - „Viltu vinna titla?"
Mynd: EPA
Claude Makelele, fyrrum miðjumaður Real Madrid og franska landsliðsins, hvatti Antonio Rudiger að ganga til liðs við Real á sínum tíma.

Rudiger gekk til liðs við Real Madrid frá Chelsea árið 2022. Hann vann enska bikarinn, Meistaradeildina og Evrópudeildina með enska liðinu. Makelele mælti gegn því að Rudiger færi til PSG og Bayern til að vinna titla.

„Sjáðu hann bara núna hjá Real Madrid. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann fékk tækifæri að fara til Real Madrid kom hann til mín og sagði: 'Hvað finnst þér?' Ég sagði honum að stökkva á þetta, þetta er þitt tækifæri," sagði Makalele.

„Hann var með tilboð frá Bayern og PSG. Ég sagði við hann: 'Viltu vinna titla? Þú ert þegar búinn að vinna nokkra, þú átt allt en viltu verða leikmaður á hæsta stigi? Farðu þá þangað, vertu í kringum stórkostlega leikmenn og þú munt skilja hvað það þýðir. Ég er ánægður fyrir hans hönd."

Rudiger hefur verið hluti af liði Real Madrid sem hefur unnið spænsku deildina og Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner