Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Þægilegt fyrir England á Wembley
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu landsleikjum Thomas Tuchel sem þjálfari enska landsliðsins er lokið en liðið vann báða leikina.

Liðið lagði Albaníu á föstudaginn í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Liðið tók á móti Lettlandi í kvöld á Wembley.

England var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Lettland fékk besta færið eftir samskiptaörðuleika milli Marc Guehi og Jordan Pickford en Vladislavs Gutkovskis hitti ekki á opið markið.

Reece James var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í rúm tvö ár og hann stimplaði sig inn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, hans fyrsta mark fyrir landsliðið. Það reyndist vera eina mark fyrri hálfleiksins.

Harry Kane bætti öðru markinu við eftir sendingu frá Declan Rice og Eberechi Eze skoraði þriðja markið eftir að hafa komið inn á sem varamaður en þetta var fyrsta mark hans fyrir enska landsliðið.

England er á toppnum í K-riðli en Albanía er í 2. sæti eftir sigur á Andorra, sem er á botninum, og Lettland í 3. sæti.

Bosnía er á toppnum í H-riðli eftir sigur á Kýpur og Rúmenía í 2. sæti eftir öruggan sigur á San Marínó. Pólland skaust á toppinn í G-riðli, upp fyrir Finnland sem gerði jafntefli gegn Litháen fyrr í kvöld.

Lithuania 2 - 2 Finland
0-1 Kaan Kairinen ('4 )
0-2 Joel Pohjanpalo ('17 , víti)
1-2 Armandas Kucys ('39 )
2-2 Gvidas Gineitis ('69 )

Albania 3 - 0 Andorra
1-0 Rey Manaj ('9 )
2-0 Rey Manaj ('19 )
3-0 Myrto Uzuni ('90 )

Bosnia Herzegovina 2 - 1 Cyprus
1-0 Ermedin Demirovic ('22 )
1-1 Ioannis Pittas ('45 )
2-1 Haris Hajradinovic ('57 )
Rautt spjald: , Cyprus ('90)

England 3 - 0 Latvia
1-0 Reece James ('38 )
2-0 Harry Kane ('68 )
3-0 Eberechi Eze ('76 )

Poland 2 - 0 Malta
1-0 Karol Swiderski ('27 )
2-0 Karol Swiderski ('51 )
Rautt spjald: Ylyas Chouaref, Malta ('90)

San Marino 1 - 5 Romania
0-1 Michele Cevoli ('6 , sjálfsmark)
0-2 Mihai Popescu ('44 )
0-3 Razvan Marin ('55 , víti)
1-3 Samuele Zannoni ('67 )
1-4 Ianis Hagi ('75 , víti)
1-5 Denis Alibec ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner