Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 24. apríl 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Velja Guðlaug Victor bestan hjá Darmstadt
Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið leikmaður tímabilsins hjá Darmstadt í þýsku B-deildinni að mati Kicker í Þýskalandi.

Darmstadt er í 6. sæti þýsku B-deildarinnar eftir gott gengi síðari hluta tímabils.

Guðlaugur Victor er valinn spilar aftarlega á miðjunni hjá Darmstadt en hann hefur fest sig í sessi í stöðu hægri bakvarðar hjá íslenska landsliðinu síðasta árið.

Hinn 28 ára gamli Guðlaugur Victor kom til Darmstadt frá FC Zurich í Sviss í janúar árið 2019.
Athugasemdir