Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Elmar Kári Enesson Cogic
Elmar Kári Enesson Cogic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er sjúk. Við erum búnir að vera bíða eftir þessu og búnir að reyna tengja saman frammistöður en gekk ekki alveg nógu vel í fyrstu tveimur leikjunum en svo reyndum við að byggja ofan á þetta með góðum frammistöðum og þá kom þetta loksins" sagði Elmar Kári Enesson Cogic aðspurður um hvernig tilfinginin væri að landa fyrsta sigrinum í efstu deild.

„Þeir eru með ógeðslega gott lið og við vissum það fyrir leik. Maggi kom með góða punkta um hvar mögulegir veikleikar eru en þeir eru ógeðslega fáir. Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að 'match-a' þá á öllum vígstöðum og mér fannst það takast klárlega" 

„Mér fannst geggjað hvað við vorum alltaf grimmir og aggressívir. Við tókum alltaf fyrsta og annan bolta. Það var eiginlega mikilvægast í dag og skilaði sigrinum" 

Mosfellingar hafa fengið smá gagnrýni fyrir að vera ekki að skora og vera svolítið inni í skel en allur skrekkur virtist horfinn í kvöld.

„Já þetta var alltaf að fara gerast. Þegar þú ert nýr í svona deild þá er allt annað tempó og menn þurfa að venjast. Margir sem hafa ekki spilað í efstu deild. Núna erum við bara að læra inn á þetta og það tekur tíma, eðlilega eins og allt. Allir góðir hlutir taka tíma. Við erum bara að reyna byggja ofan á þetta og við náðum að skila góðri frammistöðu í dag" Sagði Elmar Kári Enesson Cogic. 

Nánar er rætt við Elmar Kára Enesson Cogic í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner