Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Elmar Kári Enesson Cogic
Elmar Kári Enesson Cogic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er sjúk. Við erum búnir að vera bíða eftir þessu og búnir að reyna tengja saman frammistöður en gekk ekki alveg nógu vel í fyrstu tveimur leikjunum en svo reyndum við að byggja ofan á þetta með góðum frammistöðum og þá kom þetta loksins" sagði Elmar Kári Enesson Cogic aðspurður um hvernig tilfinginin væri að landa fyrsta sigrinum í efstu deild.

„Þeir eru með ógeðslega gott lið og við vissum það fyrir leik. Maggi kom með góða punkta um hvar mögulegir veikleikar eru en þeir eru ógeðslega fáir. Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að 'match-a' þá á öllum vígstöðum og mér fannst það takast klárlega" 

„Mér fannst geggjað hvað við vorum alltaf grimmir og aggressívir. Við tókum alltaf fyrsta og annan bolta. Það var eiginlega mikilvægast í dag og skilaði sigrinum" 

Mosfellingar hafa fengið smá gagnrýni fyrir að vera ekki að skora og vera svolítið inni í skel en allur skrekkur virtist horfinn í kvöld.

„Já þetta var alltaf að fara gerast. Þegar þú ert nýr í svona deild þá er allt annað tempó og menn þurfa að venjast. Margir sem hafa ekki spilað í efstu deild. Núna erum við bara að læra inn á þetta og það tekur tíma, eðlilega eins og allt. Allir góðir hlutir taka tíma. Við erum bara að reyna byggja ofan á þetta og við náðum að skila góðri frammistöðu í dag" Sagði Elmar Kári Enesson Cogic. 

Nánar er rætt við Elmar Kára Enesson Cogic í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner