Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Elmar Kári Enesson Cogic
Elmar Kári Enesson Cogic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er sjúk. Við erum búnir að vera bíða eftir þessu og búnir að reyna tengja saman frammistöður en gekk ekki alveg nógu vel í fyrstu tveimur leikjunum en svo reyndum við að byggja ofan á þetta með góðum frammistöðum og þá kom þetta loksins" sagði Elmar Kári Enesson Cogic aðspurður um hvernig tilfinginin væri að landa fyrsta sigrinum í efstu deild.

„Þeir eru með ógeðslega gott lið og við vissum það fyrir leik. Maggi kom með góða punkta um hvar mögulegir veikleikar eru en þeir eru ógeðslega fáir. Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að 'match-a' þá á öllum vígstöðum og mér fannst það takast klárlega" 

„Mér fannst geggjað hvað við vorum alltaf grimmir og aggressívir. Við tókum alltaf fyrsta og annan bolta. Það var eiginlega mikilvægast í dag og skilaði sigrinum" 

Mosfellingar hafa fengið smá gagnrýni fyrir að vera ekki að skora og vera svolítið inni í skel en allur skrekkur virtist horfinn í kvöld.

„Já þetta var alltaf að fara gerast. Þegar þú ert nýr í svona deild þá er allt annað tempó og menn þurfa að venjast. Margir sem hafa ekki spilað í efstu deild. Núna erum við bara að læra inn á þetta og það tekur tíma, eðlilega eins og allt. Allir góðir hlutir taka tíma. Við erum bara að reyna byggja ofan á þetta og við náðum að skila góðri frammistöðu í dag" Sagði Elmar Kári Enesson Cogic. 

Nánar er rætt við Elmar Kára Enesson Cogic í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner