Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. maí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti: Finn fyrir líkamlegri vanlíðan rétt fyrir úrslitaleiki
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að sínir menn séu afslappaðir og andrúmsloftið sé gott nú þegar styttist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Real Madrid mætir Liverpool í úrslitaleik á laugardagskvöld.

Ancelotti var á fréttamannafundi í dag spurður að því hvað væri erfiðast í aðdraganda úrslitaleikja. Ancelotti þekkir úrslitaleiki vel svo hann ætti að vita það.

„Fyrir mig persónulega er erfiðasti tíminn þremur til fjórum klukkustundum áður en leikurinn hefst. Maður finnur líkamlega vanlíðan. Ég hef fundið meira fyrir þessu á þessu tímabili, aukin svitamyndun og óreglulegur hjartsláttur," sagði Ancelotti.

„Neikvæðar hugsanir lauma sér inn en sem betur fer þá hættir þetta allt saman þegar leikurinn er farinn af stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner